Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2266 svör fundust

Hvernig má ráða niðurlögum elftingar í görðum í Reykjavík?

Elfting (Equisetum arvense) er eitt erfiðasta illgresið sem garðeigendur þurfa að kljást við. Elftingin fjölgar sér og dreifist út með jarðrenglum þannig að renglurnar lifa í jarðveginum og fjölga sér áfram þó að reynt sé að reyta hana upp. Kerfisvirk illgresislyf, það er að segja efni sem plöntur taka upp gegnum ...

Nánar

Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?

Rannsóknir sýna að skordýraeitur getur stuðlað að myndun krabbameina, til dæmis hormóna næmra krabbameina en það eru brjóstakrabbamein og blöðruhálskirtilskrabbamein. Á Vesturlöndum og einnig hér á Íslandi hefur verið marktæk aukning á þessum tegundum krabbameina. Krabbamein tengjast mjög lífsstíl svo sem mataræði...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?

Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...

Nánar

Er alltaf jafnmikið af efni í alheiminum?

Á fyrstu sekúndubrotunum eftir Miklahvell var ekkert efni í alheiminum en núna er heilmikið af efni í honum. Magn efnis í alheiminum hlýtur því að hafa breyst og þar með er svarið við spurningunni nei, efnið er ekki varðveitt. Í eðlisfræði segjum við um stærð sem breytist ekki í neinum ferlum að hún sé varðveitt....

Nánar

Hvers vegna er kjarni jarðar heitur?

Kjarni jarðar er mörg hundruð gráðum heitari en möttullinn fyrir ofan, og hugsa má sér þrjár ástæður fyrir því: Mikilvægastur er varmi frá myndun jarðar, en einnig koma til geislavirkni í efni kjarnans og snúningur innri kjarna. Skoðum þetta: Heimspekingurinn Immanúel Kant (1724-1804) er sagður hafa stungið upp...

Nánar

Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er ál í sumum svitalyktareyðum? Hvaða tilgangi þjónar álið? Á yfirborði húðarinnar eru fjölmargir svitakirtlar sem gegna mikilvægu hlutverki við stjórnun líkamshitans. Það gera þeir með því að seyta vatni sem svo gufar upp af húðinni og kælir við það líkamann. Vatnið...

Nánar

Hvert er hlutverk kalksvifþörunga og af hverju eru þeir svona mikilvægir?

Kalksvifþörungar (Coccolithophore) finnast í efstu lögum sjávar. Þeir teljast til svokallaðra frumframleiðenda, það er þeir mynda flókin lífræn efni úr einföldum ólífrænum efnum við ljóstillífun. Lífverur eins og kalksvifþörungar og aðrir hópar sviflægra þörunga, til dæmis skoruþörungar (Dinophyceae) og kísilþörun...

Nánar

Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?

Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...

Nánar

Er hraði ljóssins breytilegur?

Spurningin í heild er sem hér segir:Er það satt að fram hafi komið við rannsóknir á hraða ljóssins að hann sé ekki staðlaður (e. constant), heldur breytilegur?Svarið er já, hraði ljóssins er breytilegur í venjulegum skilningi; hann fer eftir efninu sem ljósið fer um. Þetta er til dæmis ástæðan fyrir ljósbroti sem ...

Nánar

Hvað leiðir eru til úrbóta þegar jarðvegsmengun er orðin mikil?

Viðbrögð og aðgerðir vegna jarðvegsmengunar fara fyrst og fremst eftir tveimur meginþáttum. Annars vegar hvaða efni er um að ræða og hins vegar magni mengunarefna. Hér á eftir er fjallað stuttlega um þessa tvo meginþætti. Mengunarefni má flokka á ýmsa vegu. Ein algengasta skiptingin er:ÞungmálmarÞrávirk lífræn ...

Nánar

Hvers vegna myndast stundum froða við strendur?

Froða er algeng á sumrin bæði við strendur stöðuvatna og sjávar. Hún myndast þegar vindur eða bárur sem brotna við ströndina þeyta saman lofti og vatni sem í eru lífræn efni. Efnin eru flest að uppruna úr smásæjum svifþörungum sem vaxa í yfirborðslaginu þar sem birtu nýtur. Sumar þörungategundir gefa frá sér l...

Nánar

Hvað nefnist sodium hydroxide (NaOH) á íslensku?

Sodium hydroxide kallast natríumhýdroxíð eða natrínhýdroxíð á íslensku og er jónaefni (eða jónískt efni) myndað úr jónunum Na+ og OH-. Það er hvítt, fast efni með hátt bræðslumark (318°C), sem er eitt af einkennum jónaefna, og er auk þess rammur basi. Flestir þekkja efnið eflaust betur undir nafninu vítissódi. ...

Nánar

Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...

Nánar

Fleiri niðurstöður